Skógarkonur er félag kvenna innan skógræktar og með áhuga á skógrækt.
Markmið félagsins er þátttaka kvenna á öllum aldri innan allra sviða skógræktar, með áherslu á samheldni og samvinnu. Þessu verði náð með því að:
• Auka þátttöku kvenna í skógrækt, sem skógareigenda, starfsmanna, rannsakanda eða áhugamanneskju um skógrækt.
• Marka konum sess innan skógræktar.
• Vinna með almenningi, hinu opinbera og stofnunum, bæði innan skógræktar og utan hennar, að því að mál er lúta að konum og skógrækt séu sett á dagskrá.
• Vera tengslanet kvenna innan skógræktar

